Fleirra líkt með mótornum sem Guð gerði og hönnunar manna

Lausleg þýðing á þessari grein hérna: More Similarities between Flagellum and Human-Designed Machines

Árið 1998 þá sagði darwinistinn David J. DeRosier í tímaritinu "Cell": "Meira svo en aðrir mótorar, flagellum er eins og vél hönnuð af mönnum". Í fyrsta lagi þá virkar hún eins og mótorar hannaðir af mönnum sem knýgja bakteríuna áfram í vökva á sama hátt og mótor knýr áfram kafbát í kafi. Á þessum vef sem er helgaður áhugamönnum um mótora þá gera þeir þá athugasemd að þegar kemur að mótorum þá "Er náttúruan alltaf fyrst" eða "Nature always does it first".  Flagellum er í grunn atriðum vél með öllum þeim hlutum sem við tölum um að manngerðir mótorar hafa.

Nú hefur eitt bæst í hópinn en það er að flagellum mótorinn hefur kúplingu samkvæmt "Research Hightlights from Nature":

"A protein that allows the soil bacterium Bacillus subtilis to quickly halt its propeller-like propulsion and thus stick to a surface has been identified by Daniel Kearns of Indiana University in Bloomington and his colleagues. EpsE, the protein, seems to act like a clutch rather than a brake; it leaves the rotors that drive the bacterium's flagella unpowered but spinning freely rather than slowing them down."

 Hérna er mynd sem sýnir hvað er líkt með flagellum mótornum og manngerðum mótorum.

 

n
 
Hérna er meira um þennan mótor, sjá:  Mótorinn sem Guð hannaði

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Hvar er kúplinging á myndinni, mófi?

Þú ert að tala um flagellum á Bacillus en myndin er af E. Coli, Bacillus hefur þessa kúplíngu en E. Coli ekki.

Þú segir að flagellum sé 'óeinfaldanlegur', akkuru eru þá ekki allir flagellum eins.

Arnar, 30.6.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Mofi

Myndin er gömul Arnar. Þeim virkilega vantar að uppfæra.  Að kerfi sé óeinfaldanlegt þýðir aðeins að ef þú fjarlægir einhvern hlut þá hættir kerfið að virka. Að það eru til mismunandi gerðir og misflóknar er mjög forvitnilegt en breytir ekki stöðunni með að eitthvað er óeinfaldanlegt sem ákveðið kerfi með ákveðna virkni.

Mofi, 30.6.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Arnar

Að það eru til mismunandi gerðir og misflóknar er mjög forvitnilegt en breytir ekki stöðunni með að eitthvað er óeinfaldanlegt sem ákveðið kerfi með ákveðna virkni.

Ef það er til flókið kerfi og einfalt kerfi, með sömu virkni, er þá ekki hægt að einfalda flókna kerfið?

Að eintthvað sé 'óeinfaldanlegt' gengur eiginlega bara upp ef það er ein og nákvæmlega ein útgáfa af einhverju sem virkar.  Ef það eru til tvær útgáfur, þá er hægt að útfæra hlutina á fleirri ein einn veg og þeir því ekki óeinfaldanlegir.

Ef það eru til 100 útgáfur.. eða 1000.. eða 1.000.000 og engin er eins uppbygður en allir skila sömu virkni.  Hvernig er hægt að útfæra eitthvað sem er óeinfaldanlegt á svo marga mismunandi vegu?

Þú segir að það sé ekki hægt að taka eitt eða tvö eða tíu próten í burtu.. en samt vantar þessi sömu prótein í öðrum flagellum?  Salmonella flagellum hefur td. 22 prótein sem finnast ekki í flestum öðrum bacteríu flagella.

Arnar, 30.6.2008 kl. 17:21

4 Smámynd: Mofi

Arnar
Ef það er til flókið kerfi og einfalt kerfi, með sömu virkni, er þá ekki hægt að einfalda flókna kerfið?

Fer eftir hönnuninni. Þú getur verið með mismunandi tölvur sem eru mismunandi flóknar ( mismunandi hve óeinfaldanlegar þær eru ) 

Arnar
Að eintthvað sé 'óeinfaldanlegt' gengur eiginlega bara upp ef það er ein og nákvæmlega ein útgáfa af einhverju sem virkar.  Ef það eru til tvær útgáfur, þá er hægt að útfæra hlutina á fleirri ein einn veg og þeir því ekki óeinfaldanlegir.

Alls ekki. Að það sé hægt að útfæra sömu eða svipaða virkni á mismunandi hátt hefur ekkert að gera með óeinfaldanleika ákveðins kerfis.  Þessir mótorar hafa mismunandi eiginleika, eru mismunandi góðir. Þetta er svona svipað og gerð bíla, sumir eru góðir í snjó, aðrir góðir í heitu loftslagi og aðrir þægilegir og áreiðanlegir á meðan enn aðrir hraðir og ekki eins áreiðanlegir.

Arnar
Þú segir að það sé ekki hægt að taka eitt eða tvö eða tíu próten í burtu.. en samt vantar þessi sömu prótein í öðrum flagellum?  Salmonella flagellum hefur td. 22 prótein sem finnast ekki í flestum öðrum bacteríu flagella

Afþví að ef maður gerir tilraunir á þessum flagellum og tekur ákveðin prótein burt þá hættir hann að virka. Það er það eina sem þarf til að kerfi sé óeinfaldanlegt með tilliiti til þessara próteina. 

Mofi, 2.7.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband