Hvað heilbrigð skynsemi segir okkur um ólíklega atburði

SolarEclipseOft tölum við um ótrúlega heppni um atburði sem voru í rauninni þannig að einhver lagði mikið á sig til að koma í veg fyrir hörmungar. Stundum er eitthvað svo ólíklegt að það þykir kraftaverk að ekki fór verr. Hvernig getum við vitað að um tilviljun eða heppni hafi verið að ræða? Ein leið þó ófullkomin er, því ólíklegri sem atburðurinn er því líklegra er að ekki sé um tilviljun að ræða. Ef t.d. starfsmaður Lottó vinnur tíu sinnum í röð fyrsta vinning þá held að við þyrftum ekki nein sönnunargögn til að sakfella önnur en að þetta er of ólíklegt til að geta verið tilviljun.

Þegar kemur að sólmyrkva þá út frá guðleysi þá getur líf kviknað á jörðinni án þess það þurfi sólmyrkva. Mannkynið gæti þróast ásamt öllum þeim dýrum sem lifa hér án þess að þurfa sólmyrkva.  Svo hvers konar fáránleg tilviljun er það, að eina plánetan í sólkerfinu sem hefur fullkomin sólmyrkva skuli vera sú sem er með verur sem geta dáðst að honum?

Þetta er aðeins ein af svo ótrúlega mörgum atriðum sem lætur mig álykta að okkar jörð og sólkerfi myndaðist ekki fyrir aðeins tilviljun. Fyrir neðan er mynd sem fjallar akkúrat um þessi atriði og hvað þau segja okkur.

 


mbl.is Milljónir fylgdust með almyrkva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Já, og svo þegar við dáumst að sólmyrkvasýningu Guðs þurfa sum okkar að horfa fram hjá augnorminum Loa loa filiarisis sem væntanlega var líka hannaður sérstaklega fyrir þennan heim því ekkert í honum varð til fyrir tilviljun.

Óli Jón, 10.3.2016 kl. 15:46

2 Smámynd: Mofi

Er rökrétt að halda að ef eitthvað gerðist ekki fyrir tilviljun heldur var það ákvarðað að það þýðir að "ekkert í heiminum" varð fyrir tilviljun?  

Mofi, 10.3.2016 kl. 16:38

3 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Ég er svo aldeylis hissa! Guð er nú meiri prakkarinn að leika sér svona með okkur.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 15.3.2016 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband