Kristni er einstök meðal trúarbragða mannkyns

Kristni er öðru vísi en öll önnur trúarbrögð því hún byggir á atburðum sem gerðust í mannkynssögunni og við getum rannsakað þá út frá sögulegum heimildum. Jesús kenndi opinberlega í nokkur ár og var svo tekinn af lífi opinberlega af heimsveldi þess tíma. Eftir að Jesú reis upp frá dauðum þá sýndi Hann sig opinberlega hópi fólks sem síðan bar þess vitnisburð af svo mikilli sannfæringu að það jafnvel lét lífið fyrir þann vitnisburð.  Við þetta getum við bætt uppfylltum spádómum eins og eftirfarandi:

Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsinsHver er þjónninn sem Jesaja 53 talar um?Spádómurinn um borgina TýrSpádómurinn um borgina PetruSpádómurinn um Föstudaginn Langa

Islam byggist á því að engill vitnaðist Múhameð og það er hreinlega engin leið til að vita hvort það sé satt eða ekki. Búddism og Hindúismi eru ekki trúarbrögð sem byggjast atburðum í sögunni, frekar yfirlýsingar um það sem er handan okkar tilveru og þar af leiðandi frekar erfitt að rannsaka og meta; þú einfaldlega samþykkir þeirra heimspeki eða ekki. Ég trúi að ef maður skoðar öll önnur trúarbrögð sem hafa komið upp í mannkynssögunni þá gildir hið sama, þau eru ekki byggð á neinu sem við getum rannsakað og metið sannleiksgildi. 

Hvað þá með vinsælustu trú okkar tíma sem sumir jafnvel vilja ekki viðurkenna að sé trú heldur eins og Guðs orð á miðöldum, sannleikur sem aðeins villutrúarmenn hafa einhverjar efasemdir um. Hér er ég auðvitað að tala um þróunartrúna. Ég leifi mér að fullyrði að sú trú er líka einstök meðal trúarbragða mannkyns og hún er sú sem ætti að vera mest falsanleg því að í gegnum tíðina hafa póstular hennar gert ótal fullyrðingar um hinn náttúrulega heim, sumt hefur reynst rétt, svona eins og klukka sem er stopp. Í rökræðum Ken Ham og Bill Nye þá var Bill Nye mjög digurbarkalegur og lét eins og ef að við finndum steingerving sem væri ekki á þeim stað sem passaði við þróunartrúna þá væri það mikið vandamál og gæfi mönnum eins og honum mikla ástæðu til að efast. Því miður þá datt Ken Ham engin dæmi í hug en af mjög mörgu er að taka svo þeir sem eru heiðarlega að leita að sannleikanum þá gæti svona rannsókn látið þá efast, sjá: Are Fossils ever found in the wrong place?

 

 


mbl.is Trúa Íslendingar mest á sjálfan sig?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Trú, er trú. Trúarbrögð eru því marki brend, að byggja á TRÚ. Þú mátt og getur trúað því sem þú villt Mofi, engin, alla vega ekki ég, mun amast við þér. En mín skoðun er sú, að trúarbrögð eru byggð á valdi, valdi sem hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Alveg sama á hvað fók hefur trúað, stokka eða steina, þá hefur sú/sá, haft eins konar vald, staðreynd. Biblían var rituð löngu eftir að atburðir áttu sér stað, fólk í þinni sveit segja, að heilagur andi hafi komuið að söguriturum, trúir þú því, getur þú sannað það. Held ekki, en þú trúir því. þess vegna er þetta kallað TRÚ. Sama á við með Múhameðstrú. Sögusagnir, sem spretta upp, og úr verður, sem sumir vilja kalla óendanleyki, sögusagnir. Í dag, er ennþá hægt að efast um ummæli, sem sögð voru í gær. 

Jónas Ómar Snorrason, 13.1.2016 kl. 06:14

2 Smámynd: Mofi

Trú í þeim skilningi að fólk veit ekki svörin en hefur missterka sannfæringu að svarið sé rétt?  Og gildir það ekki um þróunartrúna?  Ef við skoðum heiminn í kringum 1950 þá var guðleysi ráðandi heimsmynd Rússlands og Kína en kristin mótmælenda trú ráðandi í Bandaríkjunum og Skandinavíu, hvort heldur þú að fólkið í Rússlandi eða Skandinavíu hafi haft meira frelsi?

Mofi, 13.1.2016 kl. 10:18

3 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Hvað með Múhameðstrú sem er byggð á sama grunni og Jesú trú og Gyðinga trú?

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 17.1.2016 kl. 13:21

4 Smámynd: Stefan

Gunnlaugur. Múhameðstrú og Gyðinga trú eru byggð á verkum mannsins. Maðurinn þarf að þóknast Guði með trúar verkum eins og biðja, halda lögmál, gera gott og svo framvegis en Kristin trú er byggð á verkum Jesús. Hann sigraði fyrir okkur. Hann elskaði okkur að fyrra bragði. Hver sá sem trúir á Jesús hefur eilíft líf óháð verkum þannig Kristin trú er mjög ólík Múhameðstrú sem er ekki trú heldur trúrækni eða trúarbragð og hefur í för með sér blessanir og bölvanir fyrir þann sem gengur í þannig sáttmála, en í Jesú er allt já og amen :) vona að þetta hjálpi þér að sjá að grunnurinn á þessum leiðum er mjög ólíkur. 
Hér er smá grein um fagnaðarerindið sem Jesús færði okkur :) 
http://stebbason.blog.is/blog/stebbason/entry/2145279/

Stefan, 18.1.2016 kl. 14:29

5 Smámynd: Mofi

Gunnlaugur, Islam er bara vitnisburður eins manns um að hann hafi talað við engil eins og ég benti á í greininni. Það er allt allt öðru vísi grunnur en Gamla og Nýja Testamentið þar sem er fjallað um ótal atburði í sögunni sem trúin sjálf byggist á.

Mofi, 18.1.2016 kl. 15:04

6 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Hvernig er hægt að trúaá Krist sem Guð? Hann var bara maður eins og ég og þú! Ég gæti þá bara trúað á Maradonna sem er maður, eða á Þór sem er þá sonur Guðs eða Óðins, eða bara á Júlíus Sesar Róma keisara þeir voru taldir Guðir á sínum tíma.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 19.1.2016 kl. 20:17

7 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Kristur sagðist sjálfur vera sonur Guðs og sagðist vera eitt með föðurnum.  Svo spáði hann því að hann yrði drepinn en myndi reisa sjálfan sig upp frá dauðum.  Sem gerðist (samkvæmt vitnisburði lærisveinanna) og sannaði sig þar með fyrir lærisveinum sínum.  Þeir voru flestir drepnir/pýntaðir fyrir þennan vitnisburð og enginn dró til baka vitnisburð sinn að þetta væri satt.  Einnig lofaði Kristur að senda heilagan anda sem myndi vitna með sannleikanum um þetta.  Ég (og margir aðrir) erum vitni þess að heilagur andi hefur komið til okkar og að hann vitnar með þessum sannleika þannig við vitum að þetta er satt.

Áki Pétur Gíslason, 20.1.2016 kl. 14:03

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Sú kristni sem 99% fólks aðhyllist er skurðgoðadýrkun og Míþraismi. Á ekkert skylt við boðskap Jósúa Maríusonar, þvert á móti. Að því sögðu, þá er Eingyðistrúin, sem Jósúa aðhylltist, mögnuð.

Guðjón E. Hreinberg, 20.1.2016 kl. 14:08

9 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Jesus said: "Ye worship ye know not what: we know what we worship: for salvation is of the Jews.
But the hour cometh, and now is, when the true worshippers shall worship the Father in spirit and in truth: for the Father seeketh such to worship him." (John 4:22-23)
Til eru þeir sem þekkja ekki það sem þeir tilbiðja (hvort sem þeir kalla sig kristna eða eitthvað annað) en svo eru aðrir sem þekkja það sem þeir tilbiðja.  Ekki er hægt að sjá utan á þeim hvor er hvað né hve stórt hlutfallið er af fólki sem veit sannleikann eða bara trúir og er í myrkri með þetta allt.  Það kemur í ljós á dómsdegi.

Áki Pétur Gíslason, 20.1.2016 kl. 16:03

10 Smámynd: Mofi

Gunnlaugur, samkvæmt vitnisburði Jesú og Hans fylgjenda og í rauninni Gamla Testamentið þá er sá vitnisburður að Jesús er Guð.

Guðjón, alveg sammála.

Mofi, 22.1.2016 kl. 09:28

11 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Ertu ekki að tilbiðja falsguð með því að gera Jesua að Guði? Hann var nú maður!

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 22.1.2016 kl. 22:17

12 Smámynd: Mofi

Getur Guð ekki orðið að manni? Ekki beint mjög almáttugur ef Hann getur það ekki.

Mofi, 23.1.2016 kl. 01:34

13 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Að trúa er gott mál, en að gera mann að Guð er rangt í mínum skilningi á hið óendanlega, enginn hefur rétt á að vera Guð nema hann sjálfur. Að trúa á annan guð t.d. Aðtrúa að Jesúa væri Guð er bara rangt er það ekki? Hann var bara Spámaður og leiðbeinandi til betri vitundar! Ekki Guð bara maður eins og ég og þú.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 23.1.2016 kl. 07:40

14 Smámynd: Mofi

Það er þín trú en ekki það sem Jesús sagði, ekki það sem Gamla Testamentið spáði fyrir um og ekki það sem þeir sem þekktu Hann sögðu.  Mér finnst þú vera að búa þér til einhverjar reglur að ástæðu lausu.

Mofi, 23.1.2016 kl. 09:04

15 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Regglur? Skil ekki! Að setja Jesua sem Guð! Er það ekki Skurðgoðadírkun?

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 23.1.2016 kl. 09:12

16 Smámynd: Mofi

Ekki ef að Guð tók sér manns mynd.

Mofi, 23.1.2016 kl. 09:17

17 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Ok ég á hund og hann er kærleiksríkur og góður og vill öllum vel. Gæti þá Guð verið hundur?

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 23.1.2016 kl. 17:48

18 Smámynd: Mofi

Sé það ekki fyrir mér en Guð væri ekki beint almáttugur ef Hann gæti það ekki.  Fyrir mitt leiti þá er opinberun Jesú sú trúverðugasta og ég á ekki erfitt með að ímynda mér að Guð myndi gerast maður til að ná til þeirra sem Hann skapaði.

Mofi, 24.1.2016 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 802695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband