Er Þróunarkenningin rökrétt?

Ég veit lítið um líf í Votta Jehóva söfnuðinum og Malín Brand litar ekki fallega mynd af því. Þar sem ég trúi að kenningar Votta Jehóva eru ekki Biblíulegar þá hef ég lítinn áhuga að verja þá en lýsingar Malín eru virkilega slæmar og vonandi losna sem flestir undan slíku þó ég vona að það er ekki svona sem allir meðlimir upplifa söfnuðinn svona.

En eins og vanalega þá það sem ég rak augun í var setning Malín um að þróunarkenningin sé rökrétt. Eitthvað finnst mér hennar þekking á Þróunarkenningunni fátækleg. Það sem var fyndið var að Malín var að reyna að samræma þróunarkenninguna og að geta verið skyggn. Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja með hve órökrétt það er. Fólk sem heldur að það er eitthvað meira en hið efnislega ætti ekki að trúa því að við urðum til með tilviljanakenndum breytingum á DNA. Ætti þetta ferli að búa til eiginleika sem eru í raun og veru yfirnáttúrulegir?    

En hvað með það, er þróunarkenningin rökrétt?  Mér fannst Þróunarkenningin getur verið margt en rökrétt getur hún ekki verið. Hérna eru mínar ástæður fyrir því að segja að þróunarkenningin er allt annað en rökrétt:

  1. Líf komi af dauðum efnum. Sumir þróunarsinnar mótmæla hérna en þar sem þróunarkenningin raunverulega snýst að afneita Guði þá þarf guðleysis sögu frá byrjun svo að það er aldrei nein þörf á Guði nokkurn tíman. Hérna þurfa guðleysis þróunarsinnar trúa því að efni komu sér saman og bjuggu til eitthvað sem virkar eins og forritunarmál og gífurlegt magn af upplýsingum um hvernig á að búa til flóknar vélar eins og mótora og fleiri þannig vélar.  Hvað sem hægt er að segja um þetta þá er ekki hægt að segja að þetta sé rökrétt.
  2. Einfaldar verur eins og bakteríur urðu að flóknari lífverur með því að tilviljanakenndar breytingar á DNA eða forritunarmáli lífsins plús náttúruval er það sem á að hafa búið til öll dýr jarðarinnar ásamt mannkyninu. Þetta er hreinlega góð skilgreining á hvað er órökrétt.
  3. En jafnvel ef þróunarkenningin er órökrétt þá gæti hún verið sönn en þá líka væru við með miljónir ára samansafn af steingervingum þar sem við ættum að sjá hvernig lífverur þróuðust frá einni tegund yfir í aðra þangað til við fáum þær lífverur sem eru til í dag.  Aftur er trú að þróunarkenningin sé sönn órökrétt því að steingervingarnir sýna ekki hvernig tegundirnar smá saman þróuðust.

 

 


mbl.is Malín Brand um lífið í Vottum Jehóva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Bæði Já og Nei:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1548604/

Jón Þórhallsson, 6.6.2015 kl. 19:57

2 Smámynd: Mofi

Ég hefði líklegast átt að setja fram hvað þróunarkenningin er almennt samkvæmt vísindamönnum í dag en samkvæmt þeim er þróun dýra aðeins tilviljanakenndar stökkbreytingar á DNA dýra og síðan filterar náttúruval hina óhæfari út. Darwin tók sérstaklega fram að ef að það væri eitt dæmi í náttúrunni sem væri ekki hægt að útskýra með hans kenningu þá félli hún. Af hverju mætti Guð ekki hafa hannað eitt einasta eiginleika í náttúrunni? Af því að tilgangur kenningarinnar er að útskýra náttúruna án Guðs en ekki að fylgja gögnunum eða þetta er líklegast satt.

Mofi, 7.6.2015 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 802762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband