Hvað er að vera salt jarðarinnar?

Þegar menn standa upp fyrir það sem er rétt, þora að gagnrýna það sem er rangt þá verða viðbrögðin oft harkalag og oftar en ekki tapa menn vinum eða jafnvel er ráðist á þá eins og Yahya Hassan er að upplifa.

Margir kristnir virðast ekki gera sér grein fyrir því að Jesú kallaði sína fylgjendur til að gera akkúrat það. Þegar Jesú sagði að Hans fylgjendur væru salt jarðarinnar þá sér maður á samhenginu að það þýðir að þú stendur upp fyrir það sem er rétt.

Matteus 5
11 
Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna.

12 Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.

13 Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.
14 Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.

Margir sem kalla sig kristna telja að kristnir eiga ekki að dæma en það er akkúrat það sem spámennirnir gerðu, þeir sögðu fólkinu hvað það var að gera rangt ásamt því að segja hvað það ætti að gera.  Því miður eru margar kirkjur fullar af fólki sem á ekkert erindi með að kalla sig kristið.


mbl.is 5 börn í röð og pabbi með kylfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Óskarsson

Satt og rétt. Segir ekki postulinn Pàll : "Vitið þér ekki að hinir heilögu eiga að dæma heiminn"! (1.kor. 6:2)Hvað þà tímanlega efni!

Góð àbending hjà þér.

Snorri í Betel

Snorri Óskarsson, 12.11.2014 kl. 10:22

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

sammala ther

ofbeldi i nafni truar er faranlegt

Magnús Ágústsson, 12.11.2014 kl. 12:14

3 Smámynd: Már Elíson

Magnús - En ofbeldi er alltaf í nafni svokallaðrar trúar. - Trúin (Biflían) boðar þetta og hótar. - Gjörið svo vel og lesið.

Það er ástæðan fyrir því að ég fjarlægði t.d.fallega myndskreyttar Sögur biflíunnar úr hillur ungra barna minna á sínum tíma. - Spurningarnar voru orðnar ansi áleitnar og ég átti ekki svar við hroðanum sem var falinn í fallega myndskreyttum bókum sem logið var inn á fjölskylduna. - Morðhótanir og hefndarhugurinn var allstaðar. - Trúðu á tvennt í heimi.....segir allt sem þarf.

Góðar stundir.

Már Elíson, 12.11.2014 kl. 16:26

4 Smámynd: Mofi

Takk Snorri.

Magnús, það fer allt eftir hver trúin er. Ef trúin er að þú átt að hefna því eða drepa þá sem yfirgefa trúnna þá er ofbeldi vegna trúarinnar mjög eðlilegt.

Már, ég hef lesið Biblíuna í mörg ár og aldrei séð neitt slíkt, ertu viss um að þetta er ekki bara eitthvað sem þú ert að ímynda þér?

Mofi, 13.11.2014 kl. 01:35

5 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Snorri-Hverjir eru hinir heilögu?

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 15.11.2014 kl. 01:18

6 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Að vera salt Jarðar! Fyrir mér er það að vera réttsýnn og tilbúinn að standa með og hjálpa þeim sem minna meiga sín og vilja ekkert í staðin og að vera algerlega hlutlaus gagnvart trú fólks eða pólitík þeirra.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 22.11.2014 kl. 19:51

7 Smámynd: Mofi

Það er ekki þitt að skilgreina þetta þar sem það varst ekki þú sem komst fyrst með þetta og skilgreinidir þetta.

En, þín skilgreining er ekki langt frá hvað Jesú segir hvað það er að vera salt jarðarinnar svo ég get ekki kvartað of mikið :)

Mofi, 24.11.2014 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 802694

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband