Sannleikurinn um dauðann

Sorgleg frétt um Brittany Maynard.  Alls ekki góð fyrirmynd að mínu mati, lífið er dýrmætt og maður ætti ekki að gefast upp, hvað ef að það finndist lækning á næstu dögum. Eða eins og svo margir halda að lækning sé þegar fundin, að minnsta kosti eru ótal dæmi þar sem krabbameinið hverfur.

Hérna fyrir neðan er stutt myndband sem fjallar um hvað gerist þegar við deyjum.


mbl.is Brittany Maynard er látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þá þarf maður ekki að velkjast í vafa um þetta lengur. Mér fannst þetta best með illu andana sem þykjast væra ættingjar.

Hér er annar sannleikur um dauðann ;)

http://www.youtube.com/watch?v=91DSNL1BEeY

Wilhelm Emilsson, 4.11.2014 kl. 03:28

2 Smámynd: Mofi

Ég hefði frekar sagt að þetta með ættingjana væri lang líklegast miðlar að rugla í fólki. En það eru ótal sögur af draugum og þetta finnst mér besta útskýringin á þeim.

Takk annars fyrir myndbandið, eitt af mínum uppáhalds :)

Mofi, 4.11.2014 kl. 08:27

3 Smámynd: Ragnar Þórisson

Það er engin lækning að finnast á næstu dögum fyrir krabbamein sem var eins langt gengið eins og hjá þessari manneskju. Skaðinn var skeður.

Ragnar Þórisson, 4.11.2014 kl. 13:37

4 Smámynd: Mofi

Getur maður verið svo viss að taka áhættuna?  Það er ekki eins og það er hægt að taka þetta til baka, þetta er eins endanlegt og það verður.

Mofi, 4.11.2014 kl. 13:59

5 Smámynd: Ragnar Þórisson

Taka áhættuna á hverju?

Ímyndaðu þér manneskju með drep í fæti. Eina leiðin til að lækna það er að taka fótinn af. Eða ætti þessi manneskja að halda fætinum og vona að drepið dreifi ekki meira úr sér. Fóturinn er jafn ónýtur fyrir því.

Í tilfelli þessarar manneskju var drepið í heilanum sem olli henni sífelldum vítiskvölum. Skaðinn var skeður.

Ragnar Þórisson, 4.11.2014 kl. 14:18

6 Smámynd: Mofi

Ragnar, ekki samkvæmt henni, hún var nýbúin að tala um að hún var að hugsa um að fresta þessu þar sem henni leið nokkuð vel.

Mofi, 4.11.2014 kl. 14:53

7 Smámynd: Ragnar Þórisson

Ætli það hafi þá ekki breyst fyrst hún lét verða af þessu.

Ragnar Þórisson, 4.11.2014 kl. 18:56

8 Smámynd: Mofi

Já, kannski.  

Mofi, 4.11.2014 kl. 19:26

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Mofi. Gaman að þú hefur gaman af Rowan Atkinson atriðinu cool Mér fannst best það sem hann sagði um guðleysingja, því ég er einn af þeim. 

Wilhelm Emilsson, 4.11.2014 kl. 20:30

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Djíses maður ruglið sem stundum vellur upp úr þér.

Skeggi Skaftason, 4.11.2014 kl. 21:42

11 Smámynd: Mofi

Ég efast um að einhver viti um hvað þú ert að tala Skeggi eða um hvern. Ég gíska mig en akkúrat hvað ertu ósáttur við?

Mofi, 5.11.2014 kl. 10:08

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Já Mofi. Ég var að tala við þig. Þetta er jú þín bloggsíða. Mér finnst bara rosalega kjánalegt af þér að dæma konu (sem er nýdáin) sem var með ólæknandi heilaæxli, af því hún kaus að binda endi á þjáningar sínar. Og svo kemurðu með svona banal rök eins og krabbameinið "gæti horfið", eða að "lækning" gæti fundist bara svo allt í einu.

Veistu, ég held að HÚN hafi vitað miklu meira um sínar líkur á að meinið gæti horfið eða læknast á þeim tiltölulega stutta tíma sem hún átti lifað, ef hún hefði reynt að tóra sem lengst.

Skeggi Skaftason, 5.11.2014 kl. 23:06

13 Smámynd: Mofi

Þannig að þú ert ósammála að reyna að berjast og reyna að halda í lífið ef það væri einhver von. Allt í lagi, það hafa allir rétt á sinni skoðun alveg eins og hún hafði að mínu mati rétt á sinni ákvörðun, ég einfaldlega tel að fólk á að reyna eins lengi og það getur.

Mofi, 6.11.2014 kl. 09:40

14 Smámynd: Ragnar Þórisson

Hún hefur talið sig hafa reynt eins lengi og hún gat. Hún var búin að gefa það út að hún ætlaði að reyna að þrauka þangað til þetta væri orðið óbærilegt.

Það er auðvelt fyrir okkur að segja henni að berjast en við getum samt engan veginn gert okkur í hugarlund hvað hún var raunverulega að ganga í gegnum. Þú mundir kannski skipta um skoðun ef þú fengir að upplifa sömu þjáningar.

Ragnar Þórisson, 6.11.2014 kl. 11:52

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Þannig að þú ert ósammála að reyna að berjast og reyna að halda í lífið ef það væri einhver von."

Von um hvað?  Nokkra mánuði af sársaukafullu lífi þar sem æxlið smátt og smátt skerðir starfsemi heilans og gerir þig ósjálfbjarga og breytir þínum persónuleika og skynjun á umheiminum?

Mofi: hefur ÞÚ reynslu af að vera með ólæknandi heilaæxli?

Skeggi Skaftason, 6.11.2014 kl. 12:56

16 Smámynd: Mofi

Það eru ótal sögur af fólki sem læknast af krabbameini og það er ástæða fyrir því að það er verið að rannsaka krabbamein til að finna lækningu og það væri varla einhver að gera það nema það væri von.

Varðandi þjáningar þá kom það ekki fram í hennar vitnisburði að það var komið svo langt.   

Miðað við ykkar svör þá viljið þið ekkert hlusta svo þetta er frekar tilgangslaust.

Mofi, 7.11.2014 kl. 00:13

17 Smámynd: Ragnar Þórisson

Það er í raun ekkert til sem heitir "lækning við krabbameini". Krabbamein er samheiti yfir marga mismunandi sjúkdóma sem eru misalvarlegir og misbanvænir. Það er og verður aldrei til ein lækning. Það verður hins vegar til lækning við einhverri ákveðinni tegund af krabbameini.

Ég er svo alveg handviss um að Brittany Maynard hafi lesið sér talsvert til um þessa ákveðnu tegund krabbameins sem hún hafði. Henni var örugglega fullkunnugt um hverjar batalíkur sínar væru og var með allt á hreinu varðandi hvaða rannsóknir væru í gangi á því og hverjar líkurnar væru á að lækning við þessa tilteknu tegund mundi finnast.

En varstu búinn að lesa þessa grein?

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/11/04/valdi_ad_deyja_til_ad_geta_lifad/

Þarna talar hún um þjáningar sínar. Þar kemur m.a. þetta fram: "Hún ákvað því að þegar þján­ing­ar henn­ar yrðu yfirþyrm­andi myndu hún fremja sjálfs­víg með aðstoð lyfja"

Ragnar Þórisson, 7.11.2014 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband