Hve mörg dýr hefðu þurft að vera í örkinni?

Út frá sköpun þá voru upphaflega ákveðinn fjöldi gerðir dýra sem líklegast eru þau dýr sem við flokkum í dag sem fjölskyldur.  Út frá því þá hefðu þurft að vera sirka 16.000 dýr í örkinni.  Við auðvitað vitum þetta ekki fyrir víst en þetta er ágætis ágískun.  Þannig að þessir útreikningar vísindamannana við Leicester sýna að það var meira en nóg pláss, ef við gefum okkur að 16.000 dýr hefði dugað til að varðveita allar tegundirnar sem eru til.  Hafa ber í huga að það þurfti ekki að taka skortdýr eða sjávardýrin. 

Það eru alls ekki allir sáttir við myndina um Nóa, hérna er viðtal við nokkra vísindamenn sem trúa á sköpun, fjalla um myndina.  Ef einhver heldur að myndin gefi ágæta mynd af sögunni í Biblíunni þá gerir hún það alls ekki.  Það sem vantar hjá flestum sem gagnrýna söguna af Nóa er að Guð bjó til leið til þess að allir gætu bjargast ef þeir hefðu viljað. Tilgangur arkarinnar var ekki aðeins að bjarga dýrunum heldur aðalega fólkinu en fólkið vildi það ekki. Kannski fín mynd en bókin er betri :)

Ég hef því miður ekki séð myndina en mun vonandi sjá hana á næstu dögum.

Fyrir áhugasama þá eru hérna nokkrar greinar um örkina og þær spurningar sem vakna hjá mörgum þegar þeir velta sögunni um Nóa fyrir sér:

http://www.answersingenesis.org/articles/nab3/how-could-animals-fit-on-ark

Staðreyndir sem styðja að sagan af Nóa hafi raunverulega gerst

http://www.answersingenesis.org/articles/nab/really-a-flood-and-ark?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+AIGDaily+(Answers+in+Genesis+Daily+Articles)


mbl.is Örkin gat flotið með öll dýr jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Sá myndina um daginn. Minnti um margt á Harry Potter - og þá á ég ekki við um vegna Emmu Watson - heldur vegna þess að þetta er ævintýramynd með töfraverum og galdrakörlum. Alskonar skrýtið.

Ég hafði gaman af henni að einhverju leyti, en myndi aldrei horfa á hana aftur. Vona þú hafir gaman af, þó ég efist um að þú verðir eitthvað frá þér numinn af henni.

Tómas, 4.4.2014 kl. 06:27

2 Smámynd: Mofi

Takk Tómas, já mig grunar að þarna var aðalega verið að reyna að búa til mynd sem er góð afþreying og ekkert meira. Miðað við það sem ég hef heyrt þá er svekkjandi að flest öllu er snúið á hvolf í myndinni, vondu englarnir bjarga Nóa, Nói er engan veginn réttlátur góður maður, frekar kolbrjálaður morðingi. Kannski næstu helgi kemst ég að sjá hana.

Mofi, 4.4.2014 kl. 07:32

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mæli ekki með þessari mynd.

Þarna er bara verið að skíta út biblíusöguna og þarna er troðið inn einhverskonar hrauntröllum sem passa ekkert inn í þessa mynd.

Mikið af myndinni eru bara myrkur og dráp.

Hin raunverulega ARKAR-saga hefur væntanlega gerst einhversstaðar í miðausturlöndum þar sem að úlfaldar voru á ferð en ekki út í miðju hrauni á íslandi.

Myndin skilur eftir þá heimspekilegu spurningu hvort að við séum öll komin af Nóa og hans nánustu fjölskyldu=Hvort að fjölskyldan hafi þurft að fjölga sér innbyrðis?

ÉG tel svo ekki vera.

Það vantar mikilvægan hlekk í biblíuna; = Að það hafi komið allskyns mennskir utanjarðargestir til jarðarinnar frá öðrum plánetum eftir flóðið og bætt þannig við mannflóruna á jörðinni. (T.d. arkitektar Pýramidans mikla).

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1290060/

Jón Þórhallsson, 4.4.2014 kl. 09:51

4 Smámynd: Mofi

Út frá sögunni í Biblíunni þá voru fjögur pör, Nói og hans kona og hans þrír synir. Já, börn þeirra hefðu þurft að giftast innan þessarar stór fjölskyldu. Kónga fjölskyldur heimsins hafa verið að giftast innbyrðis í ótal aldir og það hafa ákveðnir sjúkdómar orðið meira áberandi en þær hafa ekki dáið út neitt. Þetta fer líka eftir ástandi erfðamengisins, ef að skaðlegar stökkbreytingar eru ekki til staðar þá skiptir það engu máli að giftast innbyrðis.

Enn fremur, þá hefði sagan gerst einhversstaðar sem er ekki lengur til því að flóðið hefði umbreytt jörðinni algjörlega. Okkar jörð er svona vel skorin af vatni sem rann af jörðinni og skildi eftir skemmtilega skúlptúra út um allt. Við sjáum ekki þannig í setlögunum enda ástæðan, þau mynduðist í flóðinu sjálfu svo þau eru öll flöt á meðan yfirborð jarðar er vel skorið þegar vatnið rann af jörðinni.

Kannski vantar þennan hlekk varðandi utanjarðar gesti vegna þess að það gerðist ekki? :)

Mofi, 4.4.2014 kl. 10:21

5 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Hvað áttu nákvæmlega við þegar þú segir:

Það sem vantar hjá flestum sem gagnrýna söguna af Nóa er að Guð bjó til leið til þess að allir gætu bjargast ef þeir hefðu viljað.

Hefðu allir getað fengið far með Nóa? Hefðu allir getað smíðað örk? Ertu kannski að tala um að allir hefðu drepist í flóðinu, en þeir forsjálu kæmust til himna?

Svo ertu býsna óbilgjarn þegar þú segir:

Kannski vantar þennan hlekk varðandi utanjarðar gesti vegna þess að það gerðist ekki? :)

Af hverju ertu svona viss um þetta? Sjálfur kemur þú reglulega með afar magnaðar og undarlegar yfirlýsingar og fullyrðingar sem þú ætlast til að séu teknar trúanlegar. Hvað hefurðu fyrir þér þegar þú næstum fullyrðir að þetta hafi ekki gerst? Ertu kannski opinn fyrir þeim möguleika að svona gestir hafi heimsótt jörðina?

Óli Jón, 4.4.2014 kl. 10:51

6 Smámynd: Mofi

Örkin var búin til, til þess að bjarga fólki, allir hefðu getað bjargast.

Óli Jón
Af hverju ertu svona viss um þetta? Sjálfur kemur þú reglulega með afar magnaðar og undarlegar yfirlýsingar og fullyrðingar sem þú ætlast til að séu teknar trúanlegar. Hvað hefurðu fyrir þér þegar þú næstum fullyrðir að þetta hafi ekki gerst? Ertu kannski opinn fyrir þeim möguleika að svona gestir hafi heimsótt jörðina?

Ég þyrfti aðalega góðar heimildir til að velta því alvarlega fyrir mér. Ég held að ég sé alveg opinn fyrir því en ég neita því ekki að það er ekki alveg að passa við mína heimsmynd svo það þyrfti að vera nokkuð sannfærandi.

Mofi, 4.4.2014 kl. 12:10

7 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Mér sýnist þú geta skilið fullkomlega viðbrögð okkar hinna við mörgu því sem þú setur hér inn m.v. þessi ummæli:

Ég þyrfti aðalega góðar heimildir til að velta því alvarlega fyrir mér. Ég held að ég sé alveg opinn fyrir því en ég neita því ekki að það er ekki alveg að passa við mína heimsmynd svo það þyrfti að vera nokkuð sannfærandi.


Svona fer þetta hring eftir hring. Mundu þessi orð næst þegar þú setur fram magnaðar kenningar þínar og undrast á viðbrögðunum sem þú færð :)



Hvað örkina varðar, ertu s.s. að segja að ef iðrandi lýðurinn hefði fengið aðgang að örkinni, hefði hann raunverulega viljað það? Skv. vefnum bible-truth.org var fjöldi jarðarbúa þegar morðhrinan fór af stað á bilinu 235 milljónir til 3,2 milljarðar. En gefum okkur mun hófsamari fjöldatölur en það og segjum að fjöldinn hafi verið milljón manns. Gefum okkur síðan að 1% þessa syndum hlaðna lýðs hefði tekið sönsum og iðrast. Hafði örkin getað rúmað 10 þúsund manns til viðbótar við þau átta sem þar voru fyrir? Gefum okkur að niðjar Adams og Evu hefðu nú slegið slöku við og ekki sinnt þeirri frumskyldu sinni að vera frjósöm, margfaldast og uppfylla jörðina. Gefum okkur að aðeins hefðu um 500 þúsund manns búið á jörðu eftir að hafa verið þar í rúmlega 1650 ár eða frá því stóra epla-málið komst upp. M.v. 1% iðrunarhlutfall hefðu iðrandi einstaklingar verið 5 þúsund. Hefðu þeir passað í örkina? Hefði verið nægur matur? Hreint vatn? Salernisaðstaða? Það hefði þurfti kojupláss fyrir um 1.700 manns m.v. að þrjár svefnvaktir á sólarhring. Það er býsna mikið af kojum.



Fyrir áhugasama lesendur set ég töflu með mannfjölda á jörðinni fyrir flóð annars vegar og mögulegar hlutfallstölur sem tákna þá sem gætu hafa iðrast. Í henni sést t.d. að ef mannfjöldinni hefði verið 235 milljónir skv. vef Biblíusannleikans, þá hefði aukafarþegar í örkinni talið 2,35 milljónir. Svo getur hver og einn dæmt fyrir sig hvort sagan um örkina sé nægilega sannfærandi til þess að hún passi við heimsmynd viðkomandi.




Og hér er svo samanburður á Titanic annars vegar og örkinni hins vegar. Það er áhugavert að sjá þessar magn- og stærðartölur bornar saman með þessum hætti. Ímyndum okkur að til viðbótar við t.d. 10 þúsund dýr hefðu bæst 5-10 þúsund manns.

Óli Jón, 4.4.2014 kl. 14:46

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Pýramídinn mikli er besta sönnunin fyrir því að utanjarðargestir hafi haft áhrif á söguna:

Skoðið öll myndböndin í þessari færslu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1290060/

Það útilokar samt ekki að risahamfarir eins og Nóaflóðið hafi átt sér stað:

(Dálestrar Edgar Cayce staðfesta m.a. þessa sögu):

Jón Þórhallsson, 4.4.2014 kl. 15:50

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Eru steintröllin í myndinni ekki aðallega með, því annars hefði reynst ómögulegt fyrir 8 manns að smíða þennan risafarkost, án nútíma áhalda, og meðfram fæðuöflun?

Þau höfðu t.d. ekki sagir á þessum tíma, bara einfaldar axir og bitlitla hnífa.

Skeggi Skaftason, 4.4.2014 kl. 16:26

10 Smámynd: Mofi

Óli Jón
Svona fer þetta hring eftir hring. Mundu þessi orð næst þegar þú setur fram magnaðar kenningar þínar og undrast á viðbrögðunum sem þú færð :)

Mjög góður punktur :)

Óli Jón
Hvað örkina varðar, ertu s.s. að segja að ef iðrandi lýðurinn hefði fengið aðgang að örkinni, hefði hann raunverulega viljað það? Skv. vefnum bible-truth.org var fjöldi jarðarbúa þegar morðhrinan fór af stað á bilinu 235 milljónir til 3,2 milljarðar

Fyrir mitt leiti eru þessar tölur frekar mikið háar. Spurningin er hvað er eðlileg fólksfjölgun frá tveimur einstaklingum yfir 1500 ár. Örugglega þó nokkrar miljónir og já, allur sá fjöldi hefði ekki komist um borð en líklegast vissi Guð að aðeins fámennur hópur myndi iðrast og vilja fá björgun enda líklegast erfitt að trúa að það væri að koma flóð sem ekki væri hægt að sleppa frá.

Mofi, 5.4.2014 kl. 11:58

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta er sorglegt. Tveir sköpunarsinnar sem eru að læra eðlisfræði gera afskaplega einfaldan útreikning (þeas hvort að eitthvað sem er með ákveðna þyngd og lögun myndi fljóta. Þetta er niðurstaðan: Ímyndaður risatrékassi flýtur og getur borið helling! Það er ekkert sagt um að það hafi verið nóg pláss (eins og þú fullyrðir ranglega), og ekkert sagt um það hvort að einhvers konar raunveruleg örk hefði flotið (svo hefði ekki verið). Og ef þú gefur þér að 16.000 dýr hefðu dugað, þá ertu líklega að gefa þér að ofurþróun hafi átt sér stað eftir flóðið.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.4.2014 kl. 13:31

12 Smámynd: Mofi

Jón Þórhallsson, getur þetta ekki líka passað við það að fólkið í gamla daga var bara mjög gáfað?

Mofi, 6.4.2014 kl. 09:58

13 Smámynd: Mofi

Skeggi, þau höfðu góðan tíma og enginn veit hvaða verkfæri þau höfðu. Miðað við mikið af ótrúlegum byggingum fortíðarinnar þá voru menn hérna í gamla daga ótrúlegir byggingarsmiðir. Hefur þú séð þetta: http://www.s8int.com/

Mofi, 6.4.2014 kl. 10:00

14 Smámynd: Mofi

Hjalti, einfaldlega aðlögun, þegar upplýsingar í DNA sem veljast út með breyttum aðstæðum og við vitum að það getur gerst mjög hratt.

Mofi, 6.4.2014 kl. 10:03

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það eru fleiri svona "lausnir" í myndinni en steintröllin, til að leysa annars illleysanleg vandamál. T.d. svæfir Guð dýrin með ek. töfradufti. Þannig þurfa þau ekkert að éta þessa mánuði sem örkin veltist um hafið (og komið er í veg fyrir að ljónin og tígrisdýrin éti hin dýrin!)

Skeggi Skaftason, 7.4.2014 kl. 22:25

16 Smámynd: Mofi

Skeggi, Nói hafði frekar langan tíma til að byggja örkina og enginn veit hvaða verkfæri hann hafði en miðað við fornar byggingar þá var þetta fólk ótrúlega öflugt. Það er síðan vel þekkt að dýr geta lagst í dvala við alls konar aðstæður. Það þarf síðan ekkert að koma í veg fyrir að ljónin éti önnur dýr ef að þú tekur með þér ljónsunga.

Mofi, 8.4.2014 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband