Eru þeir sem eru á móti dauðarefsingum, fylgjandi fóstureyðingum?

unbornÞetta er bara spurning, ég veit ekki svarið.  Ég þekki fólk sem er einmitt hlynnt fóstureyðingum en síðan á móti dauðarefsingum og... mér finnst það dáldið klikkað.  Vera á þeirri skoðun að barn sem hefur ekki gert neitt rangt, að vilja drepa það en síðan maður eða kona sem hefur valið að gera eitthvað svo rangt, eins og að drepa aðra manneskju að það sé ekki réttlætanlegt að taka þann aðila af lífi.

Mér finnst þetta alveg glórulaust og alveg laust við eitthvað sem mætti kalla réttlátt eða kærleiksríkt.


mbl.is Tveir teknir af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Lífið er ekki ekki svona svart og hvítt eins og þú stillir þvi upp; það verður að vega og meta hvert skipti fyrir sig.

Jón Þórhallsson, 13.11.2013 kl. 12:20

2 Smámynd: Mofi

Þetta er svört og hvít uppstilling en svona í flestum tilfellum þá er þetta staðan. Viðkomandi sem er tekinn af lífi er einstaklingur sem hefur drepið og barnið sem er drepið er einfaldlega til óþæginda. Mér finnst ekki hjálplegt í svona umræðu einhver jaðar tilfelli eins og það er verið að taka mann af lífi fyrir að selja fíkniefni eða kona sem er ólétt vegna nauðgunar eða líf hennar er í hættu. Ég myndi t.d. hiklaust segja að ef valið er milli líf barnsins eða móðurinnar þá er fóstureyðing hið rétta val.

Mofi, 13.11.2013 kl. 12:53

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég þekki fólk sem er einmitt hlynnt fóstureyðingum

Ég þekki ENGAN sem er "hlynntur fóstureyðingum". En ég þekki marga sem eru hlynntir RÉTTI kvenna til að ráða sjálfar yfir SÍNUM líkama.

(Fóstur (sérstaklega á fyrstu vikum meðgöngu) er EKKI sjálfstæður einstaklingur.)

Skeggi Skaftason, 13.11.2013 kl. 12:57

4 Smámynd: Mofi

Ég á auðvitað við að vera hlynntur rétti kvenna til að fara í fóstureyðingu.

Ég er síðan ekki hrifinn af orðinu "fóstur" því mér finnst það vera tilraun til að taka burt að um er að ræða mannveru.

Mofi, 13.11.2013 kl. 14:02

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hvernig skilgreinir þú "mannveru"??

Ég hef séð myndir af þriggja daga fósturvísum, ég hef séð hjarstlátt í sónar hjá 6-7 vikna fóstri.

Það vakti vissulega upp miklar tilfinningar. En það var ekki MANNESKJA. það var fóstur.

Fólk sem getur ekki gert greinarmun á þessu hefur ekki forsendur til að ræða erfið viðfangsefni eins og fóstureyðingar.

Skeggi Skaftason, 13.11.2013 kl. 16:31

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi. Myndirðu kalla okfrumu (þeas ein fruma, eggfruman+sæðisfruma) barn?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.11.2013 kl. 17:56

7 Smámynd: Mofi

Skeggi, þetta er svona ýkt dæmi sme að mínu mati gerir ekkert fyrir umræðuna. Miklu frekar tala um hvað er um að ræða þegar flestar fóstureyðingar eru framkvæmdar.

Hjalti, nei ég myndi ekki gera það. Ég held ég verði að taka til baka þetta með fóstur, að því leiti að það er eðlilegt að tala um fóstur á ákveðnu tímabili. Ég er aðalega ekki hrifinn af orðinu þegar því er beitt á lífveru sem augljóslega er mennsk, með hjartslátt og aðra starfsemi til að draga úr því sem er raunverulega, verið að gera.

Mofi, 14.11.2013 kl. 09:29

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nei það er ekki "ýkt" dæmi að tala um fóstur á 6. til 8. viku meðgöngu.

En það er rétt hjá, fóstur er "mennskt fyrirbæri" - INNI Í ANNARRI MANNESKJU.

Skeggi Skaftason, 14.11.2013 kl. 13:01

9 Smámynd: Mofi

Mér finnst það. Hérna er hægt að skoða barnið eftir hve gamalt það er: http://www.babycenter.com/fetal-development-week-by-week

Ef þú ert ósammála þá endilega vertu á þeirri skoðun en ég er einfaldlega ósammála.

Mofi, 14.11.2013 kl. 15:14

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég skil þig ekki alveg.

Hvað finnst þér vera "ýkt"? Um hvað erum við ósammála?

Linkurinn þinn er fínn. Þar sést t.d. hvernig 8 vikna fóstur lítur út. Ekki beint eins og fullsköpuð manneskja eins og ég og þú. Eiginlega miklu líkara margvíslegum öðrum dýrafóstrum snemma á fósturskeiði, heldur en manneskju.

Ekki myndirðu segja að nokkurra vikna músafóstur væri manneskja?

Skeggi Skaftason, 15.11.2013 kl. 10:32

11 Smámynd: Mofi

Spurning hvort við séum svo ósammála. Mér finnst aðalega að menn noti orðið fóstur til að gera minna úr því sem er verið að gera. En ég get síðan ekki neitað því að orðið fóstur er meira viðeigandi á ákveðnu tímabili en barn en við svo sem erum dáldið að láta hið sjónræna hafa mikil áhrif á okkur því óneitanlega er það sem þarna um ræðir á leiðinni að verða barn og síðan manneskja.

Mofi, 15.11.2013 kl. 13:10

12 Smámynd: Óli Jón

Skondið:

"Vera á þeirri skoðun að barn sem hefur ekki gert neitt rangt, að vilja drepa það ..."

Ég hugsa einmitt um þetta þegar Nóaflóðið ber á góma.

Óli Jón, 1.12.2013 kl. 15:31

13 Smámynd: Mofi

Sérðu engan mun á seku fólki og saklausu? Sérðu engan mun á því að Guð dæmi eða einhver maður dæmir?

Mofi, 3.12.2013 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband