Hvar og hvenær fæddist Jesú?

nativityÉg kann virkilega að meta Vantrú þar sem þeirra gagnrýni á kristna trú er fín uppspretta efnis fyrir blog greinar. Sömuleiðis finnst mér eðlilegt að kristnir læri að verja sína trú og þarna gefur Vantrú kristnum góða ástæðu til að kafa ofan í Biblíuna, söguna og vísindi til að verja sína trú.

Í þetta skiptið ætla ég að svara grein af vef Vantrúar með titilinn "Hvar og hvenær fæddist Jesú?".

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú 
Eitt þessara atriða snérist um það að guðspjöllin eru fullkomlega ósamstíga um það hvernig fæðing Jesú bar að garði, hvar "foreldrar" hans bjuggu, og hvenær fæðingin átti sér stað. Það var eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem gróf undan undan trúverðugleika guðspjallanna í mínum huga.

Ef að eitt af guðspjöllunum væri rangt, af hverju ætti það að draga úr ástæðu til að trúa hinum þremur? Þetta eru aðeins rök til að ekki trúa að öll fjögur guðspjöllin segja öll satt frá en það eru ekki rök til að hafna öllum fjórum. Þetta er svona svipað eins og vera mjög fjögur vitni og ef að eitt þeirra segir eitthvað sem er ekki í samræmi við hin að þá komast að þeirri niðurstöðu að öll fjögur vitnin eru að ljúga.

Frá mínum sjónarhóli þá einmitt er þessi munur á milli guðspjallana ástæða til að trúa þeim enn frekar því að þarna er um að ræða fjögur aðskild vitni sem segja frá sögunni frá þeirra sjónarhóli. En þá er spurningin, er þarna um að ræða mótsögn; mitt svar er nei.

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú
Samkvæmt Lúkasarguðspjalli bjuggu María og Jósef í Nasaret, og ferðuðust til Betlehem vegna manntals (Lúkas 1:26; 2:4). Eftir að Jesús fæddist, fór Jósef með fjölskylduna til Jerúsalem (Lúkas 2:22), og svo aftur beina leið til Nasaret (Lúkas 2:39).

Þegar kemur að því að segja frá atburðum sem gerðust fyrir mörgum árum síðan þá þarftu að velja frá hverju þú segir. Kannski gistu María og Jósef í einhverjum bæ í nokkrar vikur á þessu ferðalagi sínu en engum fannst þörf á því að segja frá því, þar sem það atriði skiptir þá ekki máli fyrir þá sögu sem þeir eru að reyna að segja. Hérna eru atburðirnir sem sagt er frá:

  • Jesús fæðist í Betlehem
  • Eftir hreinsunardagana sem voru sex vikur þá fara þau til mustersins í Jerúsalems ( Luke 2:22-38 )
  • Þau fá heimsókn frá vitringunum í Betlehem en þá notað orð yfir Jesú sem er ekki orð yfir ungabarn og þeir heimsækja þau í hús en ekki helli eða hlöðu sem Jesú fæddist í. ( Matthew 2:1-12 )
  • Þegar síðan Heródes lætur drepa börnin í þessum litla bæ þá eru það börn sem eru yngri en tveggja ára sem gefur til kynna að þarna líður hellings tími þarna.
  • Þau flýja til Egyptalands ( Matthew 2:13-14 )
  • Eftir dauða Heródesar þá flytja þau til Nasaret ( Matthew 2:19-23, Luke 2:39 )

Út frá þessu finnst mér ekki erfitt að samræma þessar tvær frásagnir. Þau virðast setjast að í Betlehem í smá tíma en flýja þaðan eftir heimsóknina frá vitringunum sem gæti hafa verið einu og hálfu ári eftir fæðinguna. Eftir dvölina í Egyptalandi þá flytja þau aftur til Ísraels og velja Nasaret.

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú
Í Matteusi segir að Heródes hafi látið drepa öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni. Það vill svo til að Jósefus sagnaritari fjallaði með talsverðri nákvæmni um hrottaverk Heródesar á síðustu árum valdatíðar hans, og gerði langan lista yfir hans grimmdarverk

Fyrir fólk sem býr í Róm þá er ekki endilega mikill áhugi á hvað gerðist í litlu þorpi í Ísrael. Síðan þar sem um lítið þorp er að ræða þá gæti fjöldinn þarna verið í kringum tíu börn sem miðað við það sem var að gerast á þessum tíma hefur án efa ekki þótt merkilegt.  Eins og t.d. stríð sem þúsundir dóu í og Heródes sömuleiðis var duglegur að drepa eigin syni og eiginkonur.  Þannig að þetta eru rök frá þögn sem vega aldrei þungt og alveg skiljanlegri þögn.

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú
Ekki eru til neinar heimildir um að Ágústus keisari hafi látið skrásetja alla heimsbyggðina, eins og segir í Lúkasi 2:1, né t.d. alla þegna Rómarríkis. Auk þess væri fáránlegt að senda Jósef til Betlehem til að láta skrásetja sig þar, á þeim forsendum að hann væri afkomandi Davíðs konungs í 42. ættlið aftur í tímann (samkvæmt ættartölu Lúkasarguðspjalls, allaveganna).
...
Jesús gat ekki hafa fæðst bæði þegar Heródes var konungur (Matt 2:1) og þegar Kýreníus var landstjóri í Sýrlandi (Lúkas 2:2). Heródes dó árið 4 fyrir okkar tímatal, en Kýreníus varð landstjóri í Sýrlandi árið 6 eftir okkar tímatal, tíu árum eftir að Heródes lést

Ég rökræddi þetta atriði alveg í þaula á www.vantru.is fyrir þó nokkrum árum síðan ( vá hvað tíminn líður hratt! ), sjá: Opið bréf til Karls Sigurbjörnssonar , seinna gerði ég síðan samantekt yfir þetta mál, sjá: Þegar Illugi Jökulsson rakkaði niður jólaguðspjallið

Þannig að ég læt duga að benda á þetta tvennt til að svara þessari athugasemd Sindra.

Leitt að svona atriði skyldi eiga hlut að því að eyðileggja trú Sindra en vonandi er ekki öll von úti fyrir strákinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll - til að halda þræði ætla ég að fjalla um einn punkt í einu:

Fyrsti punkturinn þinn er þessi: "Ef að eitt af guðspjöllunum væri rangt, af hverju ætti það að draga úr ástæðu til að trúa hinum þremur?"

Öll fjögur guðspjöllin eru með mismunadi sögur um þá atburði sem eru til umfjöllunar, ekki bara eitt. Ef fjórir heimildarmenn segja frá mjög merkilegum og sérstæðum árekstri og einn segir að áreksturinn hafi átt sér stað í Urðargerði á Húsavík, næsti segir að hann hafi átt sér stað á Laugarvegi í Reykjavík, sá þriðji segir að hann hafi verið á Bæjarbrautinni í Garðabæ og sá fjórði að áreksturinn hafi gerst á Vopnafirði, þá er full ástæða til að efast um að árekstuirnn hafi nokkurð gerst í raun og veru. Hann er líklega goðsögn.

Sindri Guðjónsson, 31.3.2013 kl. 21:59

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þessi samræming þín er möguleg, ef maður býr til sitt eigið guðspjall úr guðspjöllunum fjórum og skrifar sjálfur í eyðurnar samræmingarsögu og gefur sér að ekki sé verið að segja það sem höfundarnir virðast vera að segja á yfirborðinu. Þessi samræming minnir mig á samræminguna sem ég las í kristilegu trúvarnarbókinni "Bible Difficulties" eftir Gleason Archer. Hvaðan hefur þú þessa samræmingartillögu? (reikna með að hún sé fengin einhversstaðar frá, og þetta sé u.þ.b. þýðíng hjá þér.) Eins og ég skrifaði í pistlinum mínum, þá er hægt að samræma sögurnar. Mér finnst bara tilraunirnar langsóttar og erfitt að trúa þeim. Svo bætist við að það þarf að samræma svo ótal ótal margt annað sem "virðist" líka vera í mótsögn. Á endanum segir rakhnífur Occams að þetta séu bara mótsagnir.

En afhverju kallar þú mig strák? Er ég ekki talsvert eldri en þú?

Sindri Guðjónsson, 31.3.2013 kl. 22:35

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég var að athuga, og það var vitlaust munað hjá mér að þín samræming væri eins og sú sem er í bókinni hans Gleason Archer. Ég hef þá séð svipaða samræmingu annarsstaðar, en man ekki hvar.

Sindri Guðjónsson, 31.3.2013 kl. 22:37

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Varðandi þögn Jósefusar um morðin á öllum sveinbörnum í Betlehem og nágreni, tveggja ára og yngri, þá týndi Jósefus til ótrúlegustu smáatriði um öll verk Heródesar: "Herodu's massacre of all the boys in Bethlehem... is not mentioned in the indignantly carful list of Herod's atrocities given by the Jewish historian, Josephus" - David L. Edwards

"Fólk sem býr í Róm" virðist því víst hafa haft áhuga á hvað gerðist í litlum þorpum í Ísrael (a.m.k. sagði Jósephus frá slíkum atburðum, og mörgum hverjum smávægilegum miðað við morð á öllum börnum yngri en 2 ár aí einhverju þorpi. Og hvernig veistu hvort að Betlehem hafi verið lítið þorp? Eða að öll sveinbörn í Betlehem og nágreni hafi bara veri örfá börn? Og ef þorpið var svona lítið, þá var vel af sér vikið að þar var hægt að taka við öllu því fólki sem var komið undan Davíð konungi í allt að 42. ættlið! "According to Luke's own genealogy David had lived forty-two generations earlier. Why should everyone have had to register for a census in the town of one of his ancestors forty-two generations earlier? There would be millions of ancestors by that time, and the whole empire would have been uprooted ... If it was just required of the lineage of King David... what was Augustus thinking...?"

- John W. Loftus

Sindri Guðjónsson, 31.3.2013 kl. 22:54

5 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ef manntal væri tekið í dag með þeim hætti að við þyrftum að fara til bæjar þar sem forfaðir okkar í 42 ættlið aftur í tímann bjó, þá þyrftum við báðir að fara til meginlands Evrópu til að láta skrásetja okkur.

Sindri Guðjónsson, 31.3.2013 kl. 22:56

6 Smámynd: Mofi

Sindra
þá er full ástæða til að efast um að árekstuirnn hafi nokkurð gerst í raun og veru. Hann er líklega goðsögn.

Já, en ekkert slíkt er í gangi hérna. Ég er aðeins að benda á að jafnvel ef eitt af guðspjöllunum væri eitthvað skrítið þá væri það ekki góð ástæða til að hafna vitnisburði hinna.  

Sindri
Þessi samræming þín er möguleg, ef maður býr til sitt eigið guðspjall úr guðspjöllunum fjórum og skrifar sjálfur í eyðurnar samræmingarsögu og gefur sér að ekki sé verið að segja það sem höfundarnir virðast vera að segja á yfirborðinu

Mér finnst það fullkomlega eðlilegt og ástæðan er að þarna er um að ræða sögu sem spannar þó nokkur ár svo ekki nema von að þeir sem eru að fjalla um þessi ár að þeir velji ákveðna búta sem þeim þykja mikilvægir fyrir þá sögu sem þeir eru að reyna að segja.  Við gerum þetta svo oft í okkar lífi, ef að einhver spyr mig um hvað ég gerði í vikunni þá get ég valið ákveðna atburði fyrir einn aðilann og svo aðra fyrir einhvern annan og ef þessir tveir myndu hittast og bera saman bækur sínar þá gæti virkað sem svo að um algjöra mótsögn væri að ræða en það þarf engan veginn að vera þannig. Ég bara valdi mismunandi atriði til að segja frá í hvort skiptið.  

Sindri
En afhverju kallar þú mig strák? Er ég ekki talsvert eldri en þú?

Mér finnst það bara vingjarnlegra en gaur eða kall; það sem ég kalla vini mína. Sérstaklega þá sem eru svipuð gamalmenni og ég :)

Sindri
Herodu's massacre of all the boys in Bethlehem... is not mentioned in the indignantly carful list of Herod's atrocities given by the Jewish historian, Josephus

Fyrir mig þá samt situr eftir að Heródes gerði endalaust illvirki og þarna er um að ræða Josephus sem lifði mörgum áratugum eftir Heródeus dó svo að eitthvað af því sem hann gerði var ekki skrifað eða að þau rit sem fjölluðu um það hafa ekki varðveist kemur mér ekkert á óvart. Þetta er bara rök út frá þögn svo vega ekki þungt.

Sindri
Og hvernig veistu hvort að Betlehem hafi verið lítið þorp? Eða að öll sveinbörn í Betlehem og nágreni hafi bara veri örfá börn? Og ef þorpið var svona lítið, þá var vel af sér vikið að þar var hægt að taka við öllu því fólki sem var komið undan Davíð konungi í allt að 42. ættlið!

Þetta er góður punktur, spurning hvernig skráningin fór fram; kannski var skráningin eitthvað sem rómverjar sáu um svo að stærð þorpsins skipti ekki svo miklu máli, þ.e.a.s. að fólkið þurfti ekki að gista þarna lengi eða sjá um fólkið.

Sindri
There would be millions of ancestors by that time, and the whole empire would have been uprooted ... If it was just required of the lineage of King David... what was Augustus thinking...?"

Þar sem sagnfræðingar telja að aðeins sirka tvær miljónir gyðinga voru til á þessum tíma þá hefði aðeins hluti þeirra verið af ætt Davíðs svo þetta hefði ekki átt að vera margar miljónir sem hefðu þurft að fara til Betlehem.

Mofi, 1.4.2013 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 802693

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband