Heiðarleikinn um óheiðarleikann

Lygar hjálpa okkur á ótal vegu til að gera okkur lífið auðveldara. Í staðinn fyrir að viðurkenna að maður hafði rangt fyrir sér eða að maður gerði mistök þá kemur maður með afsökun sem er í rauninni ekkert annað en lygi.

Í þessu tilfelli þá er ljósmyndarinn á góðum stað til að taka myndir og þykist hafa verið að reyna að hjálpa manninum sem var í neyð með því að taka myndir því að flassið myndi láta lestarstjórann sjá manninn sem var í neyð. Er ekki frekar sannleikurinn að ljósmyndarinn hélt að myndin væri hellings virði og er með þá hugsun að hans hlutverk er að taka myndir en ekki að taka áhættur.

Hérna er áhugavert myndband sem ég rakst á um óheiðarleikann. Hið virkilega áhugaverða var að fólk byrjaði að hegða sér betur við að heyra eitthvað eins og boðorðin tíu.  Til að fá bestu áhrifin þá þurfti fólk að fá tækifæri til að byrja upp á nýtt eins og þegar fólk biður til Guðs um fyrirgefningu og trúir því að það hafi fengið fyrirgefningu.


mbl.is Tóku mynd, en björguðu ekki lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju hegðar fólk sér þá ekki betur í ríkjum þar sem trú er almennari en í ríkjum þar sem hún er það ekki?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 19:52

2 Smámynd: Mofi

Fer eftir trúnni og hve alvarlega fólk tekur hana. Ef að einhver segist vera kristinn en les aldrei Biblíuna og fer aldrei í kirkju þá hef ég enga ástæðu til að ætla að trúin að er hafa jákvæð áhrif á viðkomandi. Hef meira að segja séð dæmi þar sem slík trú ýtir fólki út í að hegða sér ömurlega.  Þetta með boðorðin tíu og fyrirgefningu er einfaldlega það sem þetta myndband sagði að rannsóknir hefðu leitt í ljós en þeir að ég best veit eru ekkert kristnir.

Mofi, 5.12.2012 kl. 20:16

3 identicon

Það er staðreynd Mofi að ofbeldisfullum glæpum fækkar eftir því sem stærra hlutfall íbúa flokkar sig sem "Atheist"

Þannig er t.d. bein tenging milli lágrar glæpatíðni og hlutfall íbúa sem segjast vera kristnir í vestrænum löndum... Þannig að eftir því sem guðleysið er almennara er ofbeldisglæpir færri og minna alvarlegir

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 20:57

4 identicon

Þetta er kannski bara einhver fáránleg tilviljun?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 20:59

5 identicon

Þar sem trú skipar stærri sess í lífi fólks þá virðist ofbeldi gera það líka.. það eru augljós merki þess í allri statistík.. Þú getur t.d. bara litið til evrópu.. hvar er glæpatíðnin hæst? Jú, hún er það í strangkaþólskum ríkjum, ríkjum austur evrópu t.d. og á balkanskaganum.. Hvar er hún svo næst mest.. jú í Suður Evrópu, Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Portúgal... Það er svo bara hægt að færa sig upp landakortið, í lútherslöndunum, Belgíu, hollandi, þýskalandi, Austurríki, Sviss.. þar fækkar glæpum þangað til þú kemur til norður evrópu þar sem hún er lægst, og viðhorf til trúarinnar er frjálslyndast og stærsta hlutfall trúlausra - í heiminum.. það eru jafnframt friðsömstu lönd veraldar..

Þetta er engin tilviljun Halldór, og þú færir ekkert rök gegn þessum augljósu staðreyndum

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 21:03

6 identicon

Til að finna svo önnu ríki þar sem ríkir góður friður þá getur þú t.d. farið til Japan, sem er meira og minna trúlaust... Þar eru glæpatíðni mjög lág... svo lág að þar gerðist það ekki eftir hörmungarnar fyrir stuttu að menn rændu og rupluðu.. það einfaldlega gerðist ekki..

Samt hafði það fólk engan móral frá trúnni til að segja sér hvernig það ætti að hegða sér í slíku ástandi..

merkilegt.. ekki satt?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 21:06

7 Smámynd: Mofi

Að ekki ljúga, stela eða myrða er innbyggt í okkur öll, þessi samviska kemur ekki frá trúnni. En síðan koma ytri ástæður eins og fátækt og önnur neyð sem ýtir undir slæma hegðun. Ég hef séð afskræmda trú láta þá sem flokka sig kristna eða aðventista hegða sér verr en venjulegt fólk svo minn punktur er einfaldlega að þetta er flókið og það er auðvelt fyrir svo kallaða kristni að afskræmast í eitthvað sem ýtir undir vond verk. Ég sé það mjög sterkt þegar ég rökræða við kristna um hvíldardaginn, allt í einu þá vilja þeir kristnir ekkert kannast við boðorðin tíu.

Mofi, 6.12.2012 kl. 09:14

8 identicon

En afhverju eru þjóðir friðsamari eftir því sem trúarbrögð og trúað fólk er minna áberandi?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 18:17

9 Smámynd: Mofi

Þar sem ég býst aðeins við betri hegðun ef að viðkomandi hefur réttan skilning á Biblíunni og iðkar lestur á Biblíunni og fer reglulega í kirkju þá býst ég ekki við miklu af samfélögum sem sem hafa einhvers konar yfirborðskennda kristni.  Hafa samt í huga að mörg samfélög eins og löndin í Skandinavíu hafa mótast af sterkri mótmælenda trú og Japan tók af skarið í seinni heimstyrjöldinni með því að ráðast á Bandaríkin og Sovíetríkin eru hvorki mjög saklaus né friðelskandi þó að guðleysi sé mjög algengt þar.

Mofi, 6.12.2012 kl. 18:24

10 identicon

Þú ert að skeiða framhjá pointinu hérna Mofi, trúleysi virðist ekki á nokkur hátt vinna gegn því að fólk sé gott og heiðarlegt... Fólk þarf því augljóslega hvorki biblíuna eða boðorðin til að sína af sér heiðarlega og góða hegðun.. Þvert á móti virðist fólk vera heldur betra þar sem trúleysi er almennt... Með skandinavíu er það vissulega rétt.. þar náði á sínum tíma hin frjálslyndari mótmælendakirkja.. og það frjálslyndi virðist hafa verið mjög jákvætt

Þetta með japan og pearl harbor er mute point... það var verk fárra einstaklinga að ákveða það.. ekki japönsku þjóðarinnar

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 19:07

11 Smámynd: Mofi

Fyrir mig til að fá nokkuð góða hugmynd um hvort að trú hafi góð áhrif eða ekki þá þyrfti að athuga aðeins aðventista sem lesa Biblíuna reglulega og mæta reglulega í kirkju og bera þá saman við almenning og athuga hvort að það sé munur á glæpatíðni á milli þessara tveggja hópa.

Mofi, 6.12.2012 kl. 21:31

12 identicon

Ef þú myndir bera þennan biblíuhóp saman við hóp trúleysingja úr Garðabæ.. Heldur þú að það væri merkjanlegur munur í glæpahneigð?

Ert þú þeirrar skoðunar að samfélag sem væri byggt af eingöngu trúlausu fólki... væri slæmt?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 04:22

13 Smámynd: Mofi

Já ég held það.  Ég held að samfélag guðleysingja ( ekki meðvitundarleysingja ) væri eins og við sáum í Rússlandi, stjórnvöld sem líta á sig sem hið æðsta vald sem mega gera hvað sem þau vilja og almenning sem er þannig að ef að skortur kemur upp þá er allt leyfilegt því að bara hinn hæfasti lifir af.

Mofi, 7.12.2012 kl. 09:13

14 identicon

Hvernig getur þú notað þetta sem dæmi Mofi? Þarna ert þú að tala um stjórnvöld, sem er mjög lítill hópur einstaklinga sem stjórna... það að þeir einstaklingar séu vondir.. getur þú ekki notað til að segja að allir einstaklingar þess samfélags séu það...

Japan er samfélag trúleysingja, þar er glæpatíðni lág og virðing fyrir nágrannanum er mjög mikil, eins og sést í dæminu sem ég benti á hér oftar..

STAÐREYNDIN Mofi, er sú að í stórum samfélögum þar sem stór hluti tilheyrir einhverskonar kirkju, eru ofbeldi og glæpir algengari en í ríkjum þar sem ríkir almennt trúleysi...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 12:31

15 identicon

Þá má og benda á að trúleysi hefur aldrei verið forsenda stríðs... getur þú sagt það sama um trú?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 12:34

16 Smámynd: Mofi

Trúleysi er hið sama meðvitundarleysi. Ég tala ekkert um trúleysi því það er bull orð!  Allir hafa trúarlegar skoðanir varðandi lífið og tilveruna.

Segðu mér, hvor er líklegri til að fremja voðaverk, aðili sem trúir að allir menn eru börn Guðs og að það að myrða aðra manneskju er brot á lögum Guðs sem gerir viðkomandi sekan og verðskulda dauða. Eða aðili sem trúir að það er enginn Guð, hann sjálfur er æðsta valdið, þar sem baráttan til að lifa mótaði okkur þá er ekki raunverulega rangt að myrða aðra manneskju.

Mofi, 7.12.2012 kl. 12:49

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mofi #7:

Að ekki ljúga, stela eða myrða er innbyggt í okkur öll, þessi samviska kemur ekki frá trúnni.

Mjög vel að orði komist.

"Innbyggt" eða ekki, þetta hefur að gera með okkur sem félagsverur, að bera virðingu fyrir öðrum. Menn geta svo búið sér til "guð" utan um þessar sjálfsögðu undirstöðureglur samfélags, ef þeir telja það bæti samfélag mannanna, en það er að mínu mati alveg óþarfi.

Skeggi Skaftason, 11.12.2012 kl. 09:31

18 Smámynd: Mofi

Skeggi, en þarna einmitt kemur trúin inn í.  Ég skil alveg Steven Weinberg þegar hann sagði "But for good people to do evil things, that takes religion". Ég er alveg sammála honum, ef maður trúir ákveðnum hlutum þá getur það sigrað samviskuna.  Þarna tel ég guðleysis trúna geta haft mjög slæm áhrif á samfélagið því að hún segir í grundvallar atriðum að það er ekkert raunverulega slæmt og sú trú getur sannfært fólk um að hætta að hlusta á samviskuna ef það hentar þeim.

Mofi, 11.12.2012 kl. 10:31

19 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú skil eg þig ekki.

Fyrst segirðu orðrétt "þessi samviska kemur ekki frá trúnni"

og svo segirðu núna "en þarna einmitt kemur trúin inn í."

Á hvorn veginn ætlarðu að hafa þetta??

Skeggi Skaftason, 11.12.2012 kl. 12:40

20 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þarna tel ég guðleysis trúna geta haft mjög slæm áhrif á samfélagið því að hún segir í grundvallar atriðum að það er ekkert raunverulega slæmt

Ég veit ekki hvaða trú þú ert að tala um, e guðleysistrú svon eins og jólasveinaleysistrú þeirra sem trúa ekki á jólasveininn?

Húmanismsi er dæmi um lífsskoðun sem byggir ekki á yfirskilvitlegu afli eða veru, en byggir á mannkærleik og virðingu. Þaðan kemur orðið - HUMANismi.

Húmanismi segir alls EKKI að "ekkert sé raunverulega slæmt".

Skeggi Skaftason, 11.12.2012 kl. 12:43

21 Smámynd: Mofi

Þú hlýtur að kannast við að hafa gert eitthvað sem þín samviska sagði að væri rangt en þú gerðir það samt er það ekki?

Það eru alls konar ástæður fyrir því sem við gerum, langanir, aðstæður og trú eru stórir þættir í því.  Ef að einhver trúir að Guð er ekki til og allt þróaðist þá út frá þessari guðleysistrú þá er ekkert raunverulega rétt eða rangt. Þannig að þegar löngunin í eitthvað sem viðkomandi hefur ekki efni á verður mjög sterk þá getur viðkomandi réttlætt þjófnað og þaggað niður í samviskunni með því að sannfæra sjálfan sig um að þetta var ekkert raunverulega rangt.

Ótal guðleysingjar hafa útskýrt af hverju það er ekkert raunverulega rétt eða rangt út frá guðleysi og þeir guðleysingjar sem eru því ósammála eru eitthvað ringlaðir varðandi orsök og afleiðingu.

Mofi, 11.12.2012 kl. 13:05

22 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þannig að þegar löngunin í eitthvað sem viðkomandi hefur ekki efni á verður mjög sterk þá getur viðkomandi réttlætt þjófnað og þaggað niður í samviskunni með því að sannfæra sjálfan sig um að þetta var ekkert raunverulega rangt.

Og einhver annar sem er trúaður getur þaggað niður í samviskunni og sannfært sjálfan sig um að Guð muni fyrirgefa manni, eða viðkomandi bara gleymir Guði í smástund, svona eins og einhver sem "gleymir" maka sínum og heldur fram hjá. Það er eitthvað sem flestir eru sammála um að sé rangt - gagnvart makanum - alveg óháð því hvort maður trúi á guð eða ekki.

Skeggi Skaftason, 11.12.2012 kl. 14:03

23 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ótal guðleysingjar hafa útskýrt af hverju það er ekkert raunverulega rétt eða rangt út frá guðleysi og þeir guðleysingjar sem eru því ósammála eru eitthvað ringlaðir varðandi orsök og afleiðingu.

"Guðleysi" er ekki upphaf og endir alls, hjá þeim sem trúa ekki á guð.

Það sem ég var að segja var að t.d. út frá húmanisma er ýmislegt rétt og rangt.

Og ég er ekkert ringlaður takk fyrir. :-)

Skeggi Skaftason, 11.12.2012 kl. 14:06

24 Smámynd: Mofi

Ég hef séð það, engin spurning. Þetta er samt spurning um hvað ýtir manni og í hvaða átt það gerir það.  Tökum t.d. eitt sem Jesú sagði:

Matteus 7
23
Þá mun ég votta þetta: ,Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.`

Réttari þýðing væri "þið sem brjótið lögmálið" en á íslensku hljómar það ekki alveg jafn flott. 

Stóra spurningin í öllu þessu er kannski það sem Biblían talar um endurfæðingu, þar sem einstaklingur raunverulega breytist og fær nýjar langarnir og nýtt hjarta sem vill lifa í samræmi við vilja Guðs. En hvort að endurfæðingin sé raunveruleg eða ekki er sér umræða út af fyrir sig.

Mofi, 11.12.2012 kl. 14:14

25 Smámynd: Mofi

Skeggi
Og ég er ekkert ringlaður takk fyrir. :-)

Svona orðar Dawkins þetta:

Richard Dawkins
The universe we observe has precisely the properties we should expect if there is, at bottom, no design, no purpose, no evil and no good, nothing but blind pitiless indifference

Ef þú heldur að það sé eitthvað raunveruleg rétt og raunverulega rangt þá vil ég meina að þú ættir að athuga hvort að trú á Guð er ekki meira í samræmi við þína sannfæringu heldur en guðleysi því að út frá guðleysi þá er ekki hægt að sleppa frá því að það er ekkert sem er raunverulega rangt.

Mofi, 11.12.2012 kl. 14:17

26 Smámynd: Skeggi Skaftason

Dawkins er að tala um alheiminn, hvort það sé einhver æðri tilgangur eða eitthvert "design" á bakvið hann.

Hann er (held ég) að segja að það sé ekki eitthvað absólút "gott" og "vont" í alheiminum, svona óháð okkur mannfólkinu. Það sé enginn allsherjar "tilgangur" með alheiminum.

En þessar heimspekipælingar um alheminn hafa að mínum dómi ekkert að segja um mannlegt siðferði. Mannlegt siðferði byggir á mannlegu samfélagi.

Skeggi Skaftason, 11.12.2012 kl. 16:13

27 Smámynd: Mofi

Hvað heldur þú að hann eigi við með "no evil and no good"?  Hvað er raunverulega rangt ef að við erum bara atom sem tilviljanir hentu saman og stríð, plágur og hungur mótaði okkur? 

Mofi, 11.12.2012 kl. 16:36

28 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er ekki mín skoðun að við séum "bara atóm".

Varla er það þín skoðun heldur.

Efast um að Richard Dawkins hafi sagt það eða sé þeirrar skoðunar.

Skeggi Skaftason, 11.12.2012 kl. 23:23

29 Smámynd: Mofi

Alls ekki mín skoðun en ég á erfitt með að sjá hvernig við getum verið eitthvað mikið meira ef að guðleysi er sannleikurinn um veröldina og hvernig við urðum til.

Nokkur önnur dæmi frá Dawkins

Richard Dawkins
That is EXACTLY what we are for. We are machines for propagating DNA, and the propagation of DNA is a self sustaining process. It is every living objects’ sole reason for living.

DNA neither cares nor knows. DNA just is. And we dance to its music

Ég á mjög erfitt með að sjá raunverulega rétt og rangt í þessari heimsmynd.

Mofi, 12.12.2012 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802759

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband