Söngvari kristinnar hljómsveitar segist vera guðleysingi

OrderOfElijahSöngvari kristnu hljómsveitarinnar The Order of Elijah, Shannon Low, skrifaði vitnisburð um daginn þar sem hann segir frá því hvernig hann missti sína kristnu trú. 

Mig langar aðeins að benda á atriði sem mér finnst ekki vera rétt í vitnisburði Shannons.

 





http://www.patheos.com/blogs/friendlyatheist
One Sunday morning there was a sermon that spoke about Elisha and the bears. After a large group of children make fun of Elisha for being bald he curses them in the name of god (which I thought was a commandment not to do). God sends out two female bears to rip the kids apart limb from limb. Now this story disturbed me. I thought “I’ve read the whole bible, how did I overlook this?”

Í fyrsta lagi þá getur orðið sem er notað þarna þýtt ungir menn, notað oft yfir unga menn svo engin þörf á að halda að þarna voru lítil börn. Í öðru lagi þá er orðið sem menn taka til að þýða að ungu mennirnir voru drepnir þýðir einfaldlega að rífa í sundur og í öll 50 skiptin sem það kemur fyrir í Biblíunni þá er það aldrei notað yfir að drepa. Síðan er einfaldlega fáránlegt að halda að tveir birnir gætu elt uppi tugi manns og drepið sérhvern þeirra; ekkert lógískt við að skilja söguna á þennan hátt.

* ég hef verið leiðréttur hérna, það eru minnsta kosti þrjú skipti þar sem orðið er notað á þann hátt að það hlýtur að vera að gefa til kynna alvarlega líkamleg meiðsl. Það er samt rétt að orðið þýðir brjóta upp svo ef því er beitt á hóp þá getur það einfaldlega þýtt að brjóta upp hópinn og algjör óþarfi að búa til skrípa mynd þar sem birnir elta sérhvern einstakling uppi og drepa hann.

http://www.patheos.com/blogs/friendlyatheist
… I never knew that the earliest gospel wasn’t written until half a century after Christ supposedly died, or that Paul never read any gospels, or that there isn’t even any evidence from that time that Jesus existed.

Þetta segir mér að hvorki vissi Shannon neitt um kristna trú, né vissi hann eitt eða neitt um mannkynssöguna. Ég gerði eitt sinn grein um þetta efni: Hann er ekki hér, hann er upprisinn.

http://www.patheos.com/blogs/friendlyatheist
I picked up a book called The God Delusion which talks about how all of this chaotic puzzle adds up, it answered so many questions that my Christian friends would literally get furious for me to even address.

Þetta var nú meiri kristni einstaklingurinn, örugglega fyrsta bókin sem hann les um kristna trú og þá er það bók sem jafnvel flestir guðleysingjar segja vera rusl. Hérna fjallar William Lane Craig um "The God Delusion": https://www.youtube.com/watch?v=j4DpKH0Wt6Y

http://www.patheos.com/blogs/friendlyatheist
I would see these same Christians publicly calling my other friends “abominations” for being gay. The pastors making millions with feel-good sermons and theatrics, the abortion clinics being bombed, children dying because their parents insist on using faith healing, the barbarism of middle eastern Islam, the list goes on…. all of this cruelty justified by each particular sect in the name of their god’s love. Who’s god? Religion’s bad attributes began outweighing it’s good.

Shannon sér hræsnara og ályktar að kristni sé ekki sönn. Þetta er svona eins og maður sem kíkir í líkamsræktina og sér feitan einstakling sem hrefir sig ekki heldur borðar bara skyndibitamat og út frá því ályktar hann að líkamsrækt er bara lyga samsæri.

En síðan kaldhæðnin að þá velur Shannon guðleysi sem er hugmyndafræði sem olli meiri hörmungum síðustu öld en öll trúarbrögð hafa gert samanlagt. Held að Shannon hafi ekki alveg hugsað þetta til enda eða yfirhöfuð hugsað.

http://www.patheos.com/blogs/friendlyatheist
This enticed me to see how many other things I had overlooked. I found stories of an old war general sacrificing his virgin daughter in payment for a war victory

Ef að Biblían segir frá einhverju sem gerðist, hvernig gerir það Biblíuna að slæmri bók?  Er þá mbl slæm vefsíða af því að margar af fréttunum eru af hræðilegum atburðum? En sagan sem þarna er verið að vísa í er af dóttir Jephthah's en fyrir mitt leiti er ekki rökrétt að halda að hann hafi brennt dóttirina lifandi. Í fyrsta lagi þá er skýrt bann í lögum Guðs að brenna fólk lifandi sem fórnum. Í öðru lagi þá fer dóttirin upp til fjalla til að syrgja það að hún skuli vera hrein mey; það er alveg glórulaus viðbrögð við því að næsta dag á að brenna þig lifandi.

http://www.patheos.com/blogs/friendlyatheist
guidelines on how to beat your slaves

Það eru engar reglur sem eitthvað segja hvernig maður má berja fólk í Biblíunni. Það er eins og Shannon hafi bara farið á einhverjar ódýrar guðleysingja síður og keypt allt þar alveg gagnrýnislaust. 

http://www.patheos.com/blogs/friendlyatheist
received a lot of flak by my spiritual peers for not understanding why the OT god was so racist, ethnic cleansing, jealous as an insecure girlfriend, cruel and power hungry.

Og ég sé Guð í Gamla Testamentinu endalaust umburðarlindan gagnvart illsku manna en stundum grípa fram í; ekki gagnrýnir fólk einhvern fyrir að stöðva nauðgun og það er það sem ég sé Guð stundum gera í Gamla Testamentinu.

http://www.patheos.com/blogs/friendlyatheist
If god's message to us was so vitally important why would he give it to us in vague, ancient scriptures filled with contradictions? Why allow his message to be spread by fallible humans and sit by while idly while falsehoods are spread in his name? Why sentence 2/3's of the world to hell for being born in the wrong culture?

Minn skilningur á freslun er ekki þannig að frelsun fer yfir hvað þú veist eins og um er að ræða að taka próf og ef þú veist ekki réttu svörin þá muntu glatast. Frelsun eins og ég skil hana byggist á því að trúa að það er til skapari og síðan hlusta á sína samvisku og biðja skaparan um fyrirgefningu og reyna að lifa samkvæmt því ljósi sem maður hefur. 

Síðan auðvitað þá er mín afstaða að helvíti er ekki eitthvað sem Biblían kennir, sjá: The Truth about Hell

Það væri óskandi að fólk myndi ekki missa trúna vegna misskilnings eða lyga svo hérna er mitt lóð á þá vogarskál.


Talan sjö er innbyggð í náttúruna

Vinur minn benti mér á tvær áhugaverðar greinar sem fjalla um hvernig talan sjö virðist vera innbyggð í margt í náttúrunni. Allt frá tónlist til líkamsstarfsemi þá er hringrás sem skiptist í sjöundir. Það er til sér fræðigrein sem rannsakar svona mynstur í náttúrunni sem kallast Chronobiology

Hérna eru greinarnar: The Amazing 7-Day Cycle  og  Rhythm of Life


Bloggfærslur 26. maí 2016

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband