Fáfræði íslendinga um trúmál er vandamál

Það er hreinlega vandamál á Íslandi í dag hvað íslendingar eru fáfróðir um trúmál. Jafnvel í gegnum alla fermingafræðsluna þá veit hinn almenni íslendingur lítið sem ekkert um kristna trú, hvað þá önnur trúarbrögð.

Ef að einhver aðhyllist trúarbrögð sem almennt kenna að það á að myrða þá sem yfirgefa trúna þá hefur það áhrif á hegðun og viðhorf viðkomandi.  Ef það kæmi til Íslands hópur af fólki sem aðhyllist Jainism þá væri lítil ástæða til að hafa áhyggjur af þeim.  Ef að það eru öfgamenn meðal þeirra þá kæmu þannig öfgar fram í að þeir pössuðu sig alveg virkilega vel á því að gera ekki flugu mein.

Mér finnst það skipta máli í umræðunni um Íslam að meirihluti múslíma í t.d. Egyptalandi og Pakistan aðhyllast dauðarefsinguna fyrir þá sem yfirgefa trúna, sjá: Majorities of Muslims in Egypt and Pakistan support the death penalty for leaving Islam

Eða skiptir það engu máli að t.d. í Bretlandi þá telur lögreglan að í kringum 17000 konur verða fyrir barðinu á heiðursofbeldi, sjá: A question of honour: Police say 17,000 women are victims every year  Stundum er um að ræða morð.  Þetta er ekki vandamál meðal Jainism eða Búddista eða hindúa eða kristna, þetta er augljóslega tengt Íslam.

Hvað er eiginlega að því að íslendingar geri þá kröfu til þeirra sem vilja búa á Íslandi að þeir aðhyllist t.d. trúfrelsi og tjáningarfrelsi?

Aftur og aftur heyrir maður, í grunninn kenna öllu trúarbrögð hið sama en þetta er mest fáfræðis þvælan af þeim öllum.  Tökum t.d. Jim Jones, trúarleiðtogi sem leiddi hundruð í sjálfsmorð; augljóslega kenndi hann ekki hið sama og trúarbrögð sem fordæma sjálfsmorð.  

Stjórnvöld eiga auðvelt með að fordæma og senda til baka meðlimi Hells Angels svo eins og staðan er í dag þá finnst stjórnvöldum eðlilegt að senda fólk heim ef það telur það óæskilegt.

Eins og ég sagði í öðrum pistli þá eru múslímar sem aðhyllast trúfrelsi og tjáningarfrelsi okkar aðal bandamenn sem við eigum að styðja. Auðvitað eru ekki allir múslímar eins en að horfa fram hjá raunveruleikanum gagnvart hugmyndafræði sem er algeng meðal múslíma er hættulegt.


mbl.is Ríkið rannsaki ekki fólk á grundvelli trúarskoðana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2015

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband