Hvað með að kenna Þróunartrúna í skólum?

Ég hef ekkert á móti því að staðreyndir séu kenndar í skólum. Ég hef ekkert á móti því að nemendur séu fræddir um Þróunarkenninguna. Það sem ég er á móti er að kenna að hún sé sönn sem fer þvert á trú margra trúarbragða heimsins. Fyrir mitt leiti hafa stjórnvöld ekkert erindi með að vera að kenna að trú einhverra foreldra sé röng, þau eiga bara að láta slíkt í friði.

Það er alveg magnað hve margir líta á sem svo að halda að Þróunarkenningin sé rétt er ekki trú; eins og viðkomandi viti að þetta sé hinn heilagi sannleikur sem enginn vafi sé um.  Að tilviljanir og náttúruval bjuggu til allar lífverur heimsins ásamt okkur er trú sem í mínum augum er augljóslega röng og jafnvel blindir ættu að sjá að hún er eins hæpin og eitthvað getur orðið.

Það er að mínu mati að minnsta kosti miklu grófari brot á barni að því sé kennt að Þróunarkenningin sé sannleikur en að kíkja í heimsókn í kirkju og fræðast aðeins um þá trú sem mótaði íslenskt samfélag.

 


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2014

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 802749

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband