Ekkert annað en enn annað ævintýri þrumuguðsins Þórs

ape-men.jpgEinu sinni var hópur af mönnum sem skálduðu upp fyrir fólkið sögur af alls konar guðum, Þór, Óðinn, Loki, Apólló og Hades. Í dag skálda svipaður hópur manna sögur af ímyndaðri fortíð mannkyns. Þeir láta sem svo að þessar sögur séu byggðar á gögnum en miklu nær sannleikanum er að þessar sögur eru byggðar á þeirra trú að Þróunarkenningin sé sönn.

Ég myndi svo sem láta nægja að ranghvolfa augunum yfir þessari vitleysu ef það væri ekki fyrir hvernig þetta fólk dirfist að matreiða vitleysuna. Þetta er sett fram eins og staðreyndir sem engin ástæða er til að efast um. Eins og það hafi verið menn að kveikja eld fyrir miljón árum síðan er jafn áreiðanlegt og okkar þekking á sögu Napóleons eða George Washington.

Skoðum eitt dæmi sem ætti að sýna fram á að minnsta kosti á hve veikum grunni akkúrat þessi saga af Homo Erectus að kveikja eld fyrir miljón árum síðan. Samkvæmt leiðandi mannfræðingum heimsins, menn eins og Milford H. Wolpoff (University of Michigan), William S. Laughlin (U. of Connecticut), Gabriel Ward Lasker (Wayne State U.), Kenneth A. R. Kennedy (Cornell), Jerome Cybulski (National Museum of Man, Ottawa), and Donald Johanson (Institute of Human Origins) telja að munurinn milli venjulegra manna og H. erectus væri svo lítill að um er að ræða sömu tegundina. Ég veit ekki betur en allir þessir menn eru þróunarsinnar.

Enn fremur hafa fundist fótspor sem passa vel við fótspor nútíma manna í lögum sem eiga að vera 3. miljón ára gömul, miklu eldri en H. erectus, sjá: http://creationsafaris.com/crev200709.htm#20070919a   Hið skemmtilega sem við sjáum þarna er að aldursgreiningarnar voru endurskoðaðar fram og til baka vegna þess að þetta passaði ekki við hugmyndir manna um þróun mannsins; sem sagt, þróunarkenningin sjálf var þarna að móta gögnin.

Menn geta auðveldlega gagnrýnt sögu Biblíunnar á sama hátt en málið er einfaldlega það að báðar þessar sögur eru teknar í trú. Menn geta valið hvort þeir telja trúlegri, þessa sögu af tilviljana kenndum breytingum á DNA plús náttúruval að búa til okkur mennina, að okkar vitsmunir og siðferði var í rauninni búið til af mistökum við afritun á DNA eða að við vorum hönnuð, sköpuð af Guði í Hans mynd með tilgang og von um framtíð. Síðan er hægt að bera saman gögnin og athuga hvor trúin passar betur við gögnin og fyrir mitt leiti er engin spurning að sköpun passar betur við gögnin.


mbl.is Notuðu eld fyrir milljón árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. apríl 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802747

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband