Hugmyndir Siðmenntar um dauðann

Nýlega rakst ég á myndband frá Siðmennt með titilinn "Hvernig ættum við að hugsa um dauðann?". Að sjálfsögðu vakta þetta forvitni mína og það hreinlega kom mér á óvart hve svakalega ósammála ég er því sem Siðmennt heldur þarna fram.

Ég ráðfærði mig við hverja einustu frumu í mínum líkama og þær voru allar sammála því að þau sem sömdu þetta myndband muni ekki hugsa svona á dánarbeðinu. Að borða góðan mat í dag er gaman og sú tilhugsun að við munum líklegast borða líka góðan mat á morgun gerir máltíðina í dag ekkert verri. Í rauninni þá myndum við líklegast ekkert njóta góðrar máltíðar í dag ef að við vissum að okkar síðasti dagur væri í dag.

Dauðinn er ekki eðlilegur heldur sorglegur. Flest ef ekki öll okkar þráum að lifa góðu lífi; aðeins þeir sem eru fastir í sorg eða þjáningu missa löngunina til að lifa en ég get ekki ímyndað mér að einhver missi löngunina til að lifa góðu lífi.  Löngunin til að lifa er einfaldlega mennskt. Að Siðmennt skuli sjá tilgang í stuttri heimsókn á jörð þar sem allt hverfur er mér hulin ráðgáta, ráðgáta sem ég hef engan áhuga að leysa.

Eilífa lífið sem Biblían lýsir er eilíf líkamleg æska en ekki einhver anda tilvera. Líf án skorts, án níu til fimm kvaðar, án takmarkanna peninga eða tíma skorts, engir sjúkdómar og þjáningar eða illska. Hver sá sem hafnar því vegna þess að honum finnst sönnunargögnin ekki vera nógu góð ætti að spyrja sig hvort að sönnunargögnin fyrir heimsmynd Siðmenntar séu virkilega svo góð að það sé þess virði að missa af þessu tækifæri.  Við njótum þess að vera til í dag eins og við munum lifa að eilífu, einmitt þess vegna er auðvelt að njóta dagsins í dag af því að við þurfum ekki að horfast í augu við endalokin, að minnsta kosti ekki alveg strax.

Eilíft líf er stórkostlegt loforð og mun án efa verða enn stórkostlegri raunveruleiki.


mbl.is Fjórir látnir í lestarslysi á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2016
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 802695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband